Punktar og peningar

Með því að nota Punkta og peninga geta Icelandair Saga Club félagar nýtt sér Vildarpunkta Icelandair sem greiðslu fyrir öll almenn fargjöld á vef Air Iceland Connect. Félagar geta greitt fyrir fargjald, eldsneyti, skatta og gjöld til allra áfangastaða Air Iceland Connect, ýmist að fullu eða að hluta með því að blanda saman Vildarpunktum og annarri greiðsluleið.

Möguleiki til að skrá sig inn á Saga Club reikning birtist nú undir dálknum „Ferðin þín“ í bókunarvélinni þar sem hægt er að sjá yfirlit bókunar.

Setja þarf inn bæði Saga Club númer eða netfang ásamt lykilorði (smelltu hér til að nálgast notendanafn eða týnt lykilorð á vef Icelandair). 

Smelltu hér til að nálgast leiðbeiningar um notkun Vildarpunkta í bókunarvél.

Skilmálar
Sérstakir skilmálar gilda þegar Vildarpunktar eru notaðir til að greiða fargjald til viðbótar við almenna fargjaldaskilmála. 
Skoða skilmála 

SÖFNUN VILDARPUNKTA

Viðskiptavinir Air Iceland Connect geta safnað Vildarpunktum og Fríðindastigum Icelandair Saga Club þegar þeir fljúga á öllum almennum fargjöldum (sjá nánar um muninn á Vildarpunktum og Fríðindastigum).

Félagar í Icelandair Saga Club safna 1.000 Vildarpunktum fyrir hvern fluglegg sem þeir fljúga á Flugkorts- og Fríðinda fargjaldi, 500 Vildarpunktum fyrir Klassískt fargjald og 200 fyrir Létt fargjald. Þetta gildir um öll flug Air Iceland Connect innanlands og til Grænlands. 

Til að safna punktum þarf að skrá Saga Club númer við bókun á vef eða skrá punkta eftir að flug hefur verið flogið með því að fylla út þetta form

Að auki geta viðskiptavinir safnað punktum við bókun á hótelum og bílaleigubílum í gegnum vef Air Iceland Connect.

Undanskilið söfnun
Vildarpunktar safnast ekki fyrir leiguflug. Ekki eru veittir Vildarpunktar þegar ferðast er með samstarfsaðilum eins og Norlandair til Grímseyjar, Þórshafnar eða Vopnafjarðar eða til Færeyja með Atlantic Airways.
Vildarpunktar safnast ekki fyrir: Pakkaferðir í gegnum söludeild eða vef, hópafargjöld, Flugfrelsi, Flugfélaga eða Flugkappa né kaup á gjafabréfum.

Ef þú hefur ábendingar eða athugasemdir varðandi skráningu á Vildarpunktum þá vinsamlega hafið samband við þjónustuver.

Ef þú ert ekki Icelandair Saga Club félagi þá getur þú skráð þig hér og byrjað að safna strax í dag. 

Oneway / Roundtrip
?