Færeyjar

Air Iceland Connect og færeyska flugfélagið Atlantic Airways eru í nánu og góðu samstarfi og hafa verið í mörg ár. Flogið er frá Keflavíkurflugvelli allan ársins hring. Flugtíminn til Vágar flugvallar er 1 klst. og 25 mín. 

Oneway / Roundtrip
?

Fegurð Færeyjanna 18 á sér fáa líka. Þeir frændur vorir, sem búa í þorpum og bæjum við ströndina líkt og við, eru 46.000 talsins. Færeyjar eru væntanlega eini staðurinn í heiminum þar sem Íslendingar geta mögulega gert sig skiljanlega á eigin tungu þó með hæfilegri blöndu af skóladönsku!


Gisting
Í Þórshöfn er hægt að eiga notalega stund í góðra vina hópi á glæsilegum hótelum, fara svo í ferðalag um eyjarnar, skoða yndisfagra náttúru sem er lík þeirri íslensku, en er bara samt allt öðruvísi. Svo er einstaklega gaman að njóta gestrisni heimamanna og metast um hver er duglegastur að smakka á færeyskum sælkeraréttum! Skoðaðu vefi Hótel Færeyja, Hótel Torshavn eða Hótel Hafnia


Akstur
Hægt er að keyra milli þriggja stærstu eyjanna, Eysturoy og Streymoy þar sem Vágar flugvöllur og höfuðstaðurinn Þórshöfn eru staðsett. Til annarra eyja þarf að taka ferjur. Smelltu hér til að skoða úrval bílaleigubíla.

 

Kirkjubær
Gamla biskupssetur Færeyja er gaman að heimsækja. Það er stutt ferðalag frá Þórshöfn en þar eru miðaldarústir kirkju heilags Magnúsar. Þar er menningarleg- og trúarleg miðstöð Færeyja.

 

Ólafsvaka í Færeyjum
Ólafsvakan sem haldin er 28.-29. júlí ár hvert gefur fólki tilvalið tækifæri til að reyna á dönskukunnáttuna, en þá gengur maður undir mann til að skemmta sér og gestum sínum.

 

Eftir kappróður, aðra leiki og húllumhæ, nær hátíðin svo hámarki með færeyskum dansi  og snafsi, þar sem götur Þórshafnar bókstaflega iða af mannlífi. Ógleymanleg ferð með hópnum þínum!

Smelltu hér til að kynna þér Færeyjar nánar