Narsarsuaq

Hvort sem þú hefur áhuga á sögu Inúíta eða sögu norrænna manna, hafís eða jarðefnum og steintegundum af öllum gerðum, skotveiðum og stangveiðum eða bara stórbrotnu landslagi, þá býður Suður-Grænland upp á allt þetta.

Oneway / Roundtrip
?

Suður-Grænland er landsvæði þar sem eru miklar andstæður og er þekkt fyrir blómum skrýddar sléttur og frjósama dali, hafís-fyllta firði, fjölda jökla og fjallasvæði sem auðugt er að jarðefnum.

 

Á þessu svæði er vel þróaður landbúnaður þar sem eru víðáttumikil beitarsvæði fyrir fé og hross og einhverjar best varðveittu byggingarrústir norrænna manna.

 

Bæirnir Narsaq, Qaqortoq, Nanortalik og sameiginlegur útgangspunktur frá Narsarsuaq eru sérstaklega góðir upphafsstaðir þaðan sem hægt er að kynnast menningu og náttúru svæðisins. Samt sem áður eru litlir staðir þar sem fram fer fjárbúskapur eins og Qassiarsuk, Igaliku og Alluitsup Paa sem einnig eru vinsælir ferðamannastaðir.

 

Nánari upplýsingar um Narsarsuaq má finna á vef Greenland.com