Nerlerit Inaat

Flugið er framkvæmt af Norlandair sem flýgur tvisvar í viku til Mittarfik Nerlerit Inaat eða Constable Point flugvallar og reglulegar þyrluferðir eru þaðan til Ittoqqortoormiit. Sífellt fleiri ferðamenn nota Nerlerit Inaat sem bækistöð fyrir ferðir sínar út í óbyggðirnar þar sem margvíslegir möguleikar til gönguferða, veiðitúra og skíðaferða eru fyrir hendi. 

Oneway / Roundtrip
?

Ittoqqortoormiit, eða „staðurinn með stóru húsunum“, er eitt fámennasta byggðarlag Grænlands en engu að síður þriðja stærsta sveitarfélagið í landinu. Þorpið stendur við Scoresbysund, sem ásamt smáfjörðum sínum telst vera stærsta fjarðasvæði í heiminum og um leið lengsti fjörður í heimi.

 

Ævintýralegar ferðir
Á Ittoqqortoormiit-svæðinu eru í boði villibráðarveiði, ævintýraferðir á sjókajak eða hundasleðum ásamt þægilegum siglingum og gönguferðum. Dýralífið í þjóðgarðinum norður af Ittoqqortoormiit er einstakt en þar lifa fjölbreyttar tegundir spendýra og fugla.

 

Veiðimannasamfélag
Samfélagið í Ittoqqortoormiit er eitt síðasta veiðimannasamfélagið í heiminum og tvinna þar margir veiðimenn saman veiðar og þjónustu við ferðamenn.

 

Útbúnaður
Hvenær sem ætlunin er að heimsækja Grænland, hvort sem er um sumar eða vetur, er gott að kynna sér aðstæður áður en haldið er af stað.

 

Upplýsingasíða um ferðalög til Grænlands
Á síðunni finnur þú gagnlegar upplýsingar um allt sem snýr að ferðalagi til Grænlands. T.d. upplýsingar um fatnað, tungumál, gjaldmiðil, verslun, veiðileyfi, samgöngur, frídaga og fleira. Smelltu hér