Nuuk

Höfuðstaður Grænlands Nuuk merkir „höfðinn“ og er ystur á stórum skaga í mynni risavaxins fjarðaklasa. Nuuk er miðstöð viðskipta og menningar og elsti bær á Grænlandi.

Nuuk er erilsöm borg miðað við grænlenskar aðstæður en það er sjaldan sú mynd sem ferðamenn fá af borg með einungis 15.000 íbúa.

Flogið er til Nuuk allt árið skv. flugáætlun frá Reykjavíkurflugvelli.

Oneway / Roundtrip
?

Litríka Nuuk

Í Nuuk má finna allt það sem höfuðborg prýðir.

Ferðast um Nuuk

Stutt myndband um Nuuk og hvað hægt er að gera í nágrenni borgarinnar.

Utan Nuuk er mjög stór fjarðaklasi sem hentar sérstaklega vel fyrir ferðamannaþjónustu á hafi. Hvalaskoðunarferðir eru í boði sem gera þér kleift að nálgast þann fjölda hnúfubaka og hrefna, sem frá því snemma sumars þangað til haustið gengur í garð hafast oft við inni á hafsvæðinu rétt utan við bæinn.


Þyrluferðir
Auk þess eru þyrluferðir út á hafísbreiðuna og til hinna sögulegu rústa norrænna manna vinsælar ferðir sem samsettar er úr mörgum þáttum, eins og bátsferðir til ýmissa smábyggða. 


Menning í Nuuk
Einnig er mælt með því að skoðuð séu listasafnið og salur borgarstjórnar sem skreytt er stórum veggteppum með fyrirmyndum og mynstrum úr Grænlenskri menningu og náttúru.

 

Útbúnaður
Hvenær sem ætlunin er að heimsækja Grænland, hvort sem er um sumar eða vetur, er gott að kynna sér aðstæður áður en haldið er af stað.

 

Upplýsingasíða um ferðalög til Grænlands
Á síðunni finnur þú gagnlegar upplýsingar um allt sem snýr að ferðalagi til Grænlands. T.d. upplýsingar um fatnað, tungumál, gjaldmiðil, verslun, veiðileyfi, samgöngur, frídaga og fleira. Smelltu hér