Norlandair starfrækir flug til Þórshafnar út frá Akureyri alla virka daga. Hægt er að bóka flug til/frá Reykjavík með millilendingu á Akureyrarflugvelli.
Útgerð og fiskvinnsla verið aðalatvinnuvegurinn í gegnum tíðina á Þórshöfn og þar er hjarta bæjarins. Gaman er að rölta niður að höfn eða fara í sund í glæsilegri íþróttamiðstöð, þar sem upplýsingamiðstöðin er staðsett.
Áhugaverðir staðir og afþreying á Þórhöfn
Því ekki að taka flugið til Þórshafnar við Þistilfjörð og eyða nokkrum dögum á Langanesi og nágrenni? Fyrir þá sem vilja njóta útivistar er hægt að kaupa veiðileyfi í nokkrum ám í nágrenninu og hægt að leigja hesta og drífa sig í útreiðartúr. Ásbyrgi og fleiri náttúruperlur er að finna í nágrenni Þórshafnar.
Á Þórshöfn er að finna Fræðasetur um forystufé sem áhugavert er að skoða.
Gisting á Þórshöfn
Nánari upplýsingar um Þórshöfn má finna á vef markaðsstofu Norðurlands