Akureyri

Air Iceland Connect flýgur nokkrum sinnum á dag til Akureyrar frá Reykjavíkurflugvelli (sjá áætlun). Frá Reykjavík er flugtíminn aðeins 40 mínútur.

Þjónustutími Air Iceland Connect á Akureyrarflugvelli
Virkir dagar: 08:00 - 17:30
Laugardagar: 12:00 - 16:00
Sunnudagar: 08:00 - 17:30

Oneway / Roundtrip

Akureyri er óumdeilanlega höfuðstaður Norðurlands. Þaðan liggja þjóðleiðir til ýmissa átta, bærinn er hálfgerð stórborg af smærri gerðinni. Menning, skemmtilegar verslanir, helstu menntastofnanir, öflugar íþróttamiðstöðvar og skemmtileg afþreying. Allt þetta og meira til er að finna á Akureyri.

 

Afþreying á Akureyri við allra hæfi
Útivistarhópar geta heimsótt stórkostlegar náttúruperlur, menningarvitar geta séð list-og leiksýningar á heimsmælikvarða, og íþróttaáhugamenn geta valið úr flestum þeim íþróttagreinum sem stundaðar eru hérlendis.

Fyrir þá sem stunda vetraríþróttir s.s. skíði og skauta er Akureyri staðurinn!

 

Dekraðu við þig á Akureyri
Dekur við líf og sál er nauðsynlegt að stunda í stórum hópum eða einn og sér. Nudd- og snyrtistofur bjóða uppá dásamlegar slökunar- og fegrunarmeðferðir.

Sundlaug Akureyrar er allsherjarmiðstöð mannlífsins og þar má fá sér sundsprett og rabba um daginn og veginn við þjóðkunna Norðlendinga í heitu pottunum.
Hópferð í hin unaðslegu jarðböð við Mývatn þar sem njóta má náttúrunnar á meðan slakað er á svíkur engan.

 

Næring og næturlíf á Akureyri
Lokaákvörðun dagsins þegar búið er að njóta bæjarins og næsta nágrennis, hlýtur að vera hvar skal njóta dýrindis kvöldverðar sem framreiddur er af norðlenskum listakokkum sem kunna að matreiða allt sem nöfnum tjáir að nefna.

 

Að því loknu er tilvalið að kanna næturlíf bæjarins, kaffihús, bari og skemmtistaði og fá sér svo eina pylsu með rauðkáli á Ráðhústorginu áður en lagst er til hvílu. Hérna má finna nánari upplýsingar um Norðurland.

 

Flugvallaupplýsingar:
Flugfrakt Icelandair Cargo, vöruafgreiðsla á Akureyrarflugvelli: Sími 570 3400
Senda tölvupóst 


Flugfélag Íslands ehf./Air Iceland Connect
Akureyrarflugvelli
Pósthólf 400
602 Akureyri