Akureyri

Air Iceland Connect flýgur milli Reykjavíkur og Akureyrar frá Reykjavíkurflugvelli. Flugtíminn er aðeins 45 mínútur.

Kjarnaskógur. Hlíðarfjall. Listagilið. Hof. Eyrin. Þelamörk. Sveitin. Þetta eru ekki bara samhengislaus orð, heldur dæmi um allt það góða sem Akureyri hefur upp á að bjóða. 

Kynnumst og höldum áfram að njóta
Smelltu hér til að skoða flug og bíll pakkaferðir til Akureyrar
Smelltu hér til að skoða flug og hótel pakkaferðir til Akureyrar


Oneway / Roundtrip
?

Njóttu á Akureyri

Það er eitthvað svolítið erlendis að leyfa sér að upplifa, gleðjast, smakka og leika sér og njóta á Akureyri.

Komdu norður

Norðlæg notalegheit bíða þín á Akureyri.

Hvað er að gerast á Akureyri og nágrenni?
Hvort sem þú ert hjólandi, gangandi eða með bíl, í hóp eða sóló er létt að gera skemmtilega hluti í þessum víðfræga höfuðstað norðurlands. Náttúran tekur á móti þér um leið og þú lendir og það eina sem þú þarf að pæla í er hvað á að gera fyrst. Sjarmi Akureyrar sér svo nánast bara alveg um rest. 


Dekraðu við þig á Akureyri
Dekur við líf og sál er nauðsynlegt að stunda í stórum hópum eða einn og sér. Nudd- og snyrtistofur bjóða uppá dásamlegar slökunar- og fegrunarmeðferðir.

 

Sundlaug Akureyrar er allsherjarmiðstöð mannlífsins og þar má fá sér sundsprett og rabba um daginn og veginn við þjóðkunna Norðlendinga í heitu pottunum.
Ferð í hin unaðslegu Jarðböð við Mývatn þar sem njóta má náttúrunnar á meðan slakað er á svíkur engan.

 

Næring og næturlíf á Akureyri
Lokaákvörðun dagsins þegar búið er að njóta bæjarins og næsta nágrennis, hlýtur að vera hvar skal njóta dýrindis kvöldverðar sem framreiddur er af norðlenskum listakokkum sem kunna að matreiða allt sem nöfnum tjáir að nefna.

 

Að því loknu er tilvalið að kanna næturlíf bæjarins, kaffihús, bari og skemmtistaði og fá sér svo eina pylsu með rauðkáli á Ráðhústorginu áður en lagst er til hvílu.

 

Samgöngur: 

-Hægt er að ganga eða hjóla (þú getur bókað hjólið með um leið og flug er bókað) frá flugvellinum inn í miðbæ Akureyrar á malbikuðum göngustíg en gangan er alls um 3 km (um hálftíma gangur).
-Á Akureyrarflugvelli má finna allar helstu bílaleigur landsins, smelltu hér til að bóka bíl.
-Hægt er að panta leigubíl í síma 461 1010 en þeir eru oft staðsettir við flugvöllinn í tengslum við komur flugvéla.


Gisting:
Icelandair hótel Akureyri býður gesti velkomna. Hótelið er vinarlegt og býður upp á fallega innréttuð herbergi. Hótelið er frábærlega staðsett og hótelgarðurinn er einstaklega notalegur bæði sumar og vetur, með arineldi, skinnábreiðum og yljandi drykk. Við mælum með að prófa gómsætt High Tea að breskri fyrirmynd.

 

Veitingahús:
Hér má finna yfirlit yfir veitingastaði á Akureyri.

 

Gagnlegir hlekkir:
Á vef Markaðsstofu Norðurlands má finna nánari upplýsingar um Akureyri og nágrenni.
Hvað er hægt að gera á Akureyri? 

 

Flugvallaupplýsingar: Veitingastaður er í flugstöðinni og einnig má finna tollfrjálsa verslun fyrir farþega í millilandaflugi. Upplýsingar um þjónustutíma á Akureyrarflugvelli má finna hér.