Egilsstaðir

Air Iceland Connect flýgur milli Reykjavíkur og Egilsstaða, flugtíminn er 60 mínútur. 

Þjónustutími Air Iceland Connect á Egilsstaðaflugvelli:
Virkir dagar: 9:00 – 16:00
Laugardaga 10:00 – 14:00
Sunnudaga 10:00 – 14:00

Oneway / Roundtrip

Á Austurlandi má finna afþreyingu við allra hæfi og úr nógu er að velja og hægt að finna eitthvað fyrir alla. Öflugar menningarhátíðir, Lagarfljótið, Minjasafn Austurlands og frábærir handverksmenn er meðal þess sem Austurland hefur að bjóða gestum.


Möguleikar til útivistar, göngu- grasa- og ýmiskonar veiðiferða eru engu líkar á Austfjörðum, og í veðurfarinu sem stundum er líkt við meginlandsloftslag Evrópu, er svo sannarlega hægt að njóta lífsins.


Icelandair Hótel Hérað er glæsilegt hótel og fyrir þá sem vilja rækta líkamann er góð sundlaug á Egilsstöðum, jógamiðstöð og líkamsræktarstöð! Sérstaklega lagnir handverksmenn geta svo boðið uppá gripi til minningar um túrinn, og á matsölustöðum og kaffihúsum má bragða á Austfirskum eðalréttum við allra hæfi.


Nánari upplýsingar um afþreyingu, veitingastaði, gistingu, verslun og þjónustu má finna á ferðavef um Austurland.

 

Rútuferðir í tengslum við flug:
Strætisvagnar Austurlands - áætlun
Hægt er að kaupa staka miða í kaffiteríunni á flugvellinum.


Flugvallaupplýsingar:
Flugfrakt, vöruafgreiðsla á Egilsstaðaflugvelli, s.570 3030
Senda tölvupóst

Flugfélag Íslands ehf./Air Iceland Connect
Egilsstaðaflugvelli
700 Egilsstaðir