Egilsstaðir

Air Iceland Connect flýgur milli Reykjavíkur og Egilsstaða, flugtíminn er 60 mínútur. 

Öflugar menningarhátíðir, Vök Baths, Lagarfljótið, Minjasafn Austurlands og frábærir veitingastaðir er meðal þess sem Austurland hefur að bjóða gestum.

Kynnumst og höldum áfram að njóta
Smelltu hér til að skoða flug og bíll pakkaferðir til Egilsstaða
Smelltu hér til að skoða flug og hótel pakkaferðir til Egilsstaða

Oneway / Roundtrip
?

Fljúgðu til Egilsstaða

Á Egilsstöðum má finna afþreyingu við allra hæfi og úr nógu er að velja og hægt að finna eitthvað fyrir alla. 

Vök Baths

Vök Baths eru heitar náttúrulaugar við Urriðavatn, í einungis 5 km kílómetra fjarlægð frá Egilsstöðum.

Afþreying á Egilsstöðum við allra hæfi
Oft er sagt að maður eigi að haga sér eins og heimamaður þegar maður ferðast til annarra staða og það þýðir auðvitað að skella sér beint í hreindýraborgarann á hótel Héraði við komuna til Egilsstaða. Rómantíkin liggur í loftinu og slökun í Vök Baths eða rölt um Hallormsstaðaskóg með viðkomu í Atlavík eru andleg lyftistöng fyrir jafnvel hörðustu borgarbörn.


Fyrir þá sem vilja rækta líkamann er góð sundlaug á Egilsstöðum, jógamiðstöð og líkamsræktarstöð! Sérstaklega lagnir handverksmenn geta svo boðið uppá gripi til minningar um túrinn, og á matsölustöðum og kaffihúsum má bragða á Austfirskum eðalréttum við allra hæfi.


Samgöngur:
-Hægt er að ganga eða hjóla (þú getur bókað hjól um leið og flug er bókað) frá flugvellinum inn á Egilsstaði en vegalengdin er um 1 km (um 15 mín gangur).
-Á Egilsstaðaflugvelli má finna allar helstu bílaleigur landsins, smelltu hér til að bóka bíl.
-Við Egilsstaðaflugvöll eru oft leigubílar í tengslum við flug Air Iceland Connect. Einnig er hægt að panta leigubíl á staðinn. Hér er að finna símanúmer leigubílstjóra á Egilsstöðum: Jón Eiður, s. 892 9247, Guttormur, s. 659 4828 eða Lilja s. 839 3939
-Strætisvagnar Austurlands hafa áætlun út á firði. Hægt er að kaupa staka miða í kaffiteríunni á flugvellinum.


Gisting:
Á Icelandair Hótel Héraði nýtur þú sveitakyrrðarinnar til hins ítrasta þótt öll þjónusta sé einnig á staðnum. Þú horfir á spakar kýr rölta um úti fyrir og þú finnur hvernig andrúmsloftið er viðkunnalegt og þjónustan fagleg og vinaleg. 


Veitingahús: 
Hér má finna yfirlit yfir veitingastaði á Egilsstöðum. Við mælum sérstaklega með hreindýraborgaranum á hótel Héraði! Aðrir spennandi veitingastaðir á Egilsstöðum eru Nielsen restaurant og Glóð restaurant. Einnig má nefna Salt café og bistro.

 

Gagnlegir hlekkir:
Á þessum vef má finna upplýsingar um Egilsstaði og nágrenni.
Á vef Markaðsstofu Austurlands má finna upplýsingar um Austurland.
Golf á Egilsstöðum (hægt er að fá lánað golfsett á Icelandair hótel Héraði)
Dagsferðir með Traveleast ferðaþjónustuaðila á Austurlandi

 

Flugvallaupplýsingar: Veitingastaður er í flugstöðinni og þráðlaust net í boði fyrir farþega. Upplýsingar um þjónustutíma Air Iceland Connect á Egilsstaðaflugvelli má finna hér.