Norlandair starfrækir flug til Grímseyjar út frá Akureyri skv. flugáætlun. Hægt er að bóka flug til/frá Reykjavík með millilendingu á Akureyrarflugvelli hér á vefnum.
Grímsey er nyrsta eyja okkar Íslendinga og ein þeirra minni sem í byggð eru. Á henni hvílir mikill ævintýraljómi því um hana þvera liggur heimskautsbaugur.
Gistiheimili og veitingahús í Grímsey
Miðnætursól við heimskautsbaug er ógleymanleg sjón, enda munu margir leggja leið sína til eyjarinnar til þess að geta státað af því að hafa komið yfir á Norðurheimskautshelming heimskringlunnar.
Gistiheimili og veitingahús eru í Grímsey og hefur ferðamönnnum fjölgað mikið á undanförnum árum. Eyjan er 5,3 ferkílómetrar að stærð og því hægt að komast um hana þvera og endilanga fótgangandi á dagparti.
Viltu vita meira?
Hér má finna upplýsingasíðu um Grímsey
Nánari upplýsingar um þjónustu Norlandair í Grímsey má finna hér.