Ísafjörður

Air Iceland Connect flýgur til Ísafjarðar. Frá Reykjavík er flugtíminn aðeins 40 mínútur.

Á Ísafirði við Djúp er mikil náttúrufegurð og tilvalið fyrir þá sem hafa yndi af útiveru, stórbrotnu landslagi og fjölskrúðugu fólki að heimsækja þessar slóðir.

Kynnumst og höldum áfram að njóta
Smelltu hér til að skoða flug og bíll pakkaferðir til Ísafjarðar
Smelltu hér til að skoða flug og hótel pakkaferðir til Ísafjarðar

Oneway / Roundtrip
?
  • Miðbær Ísafjarðar. Mynd: Árni Sæberg
  • Ósvör við Bolungarvík. Mynd: Árni Sæberg

Hvað er að gerast á Ísafirði og nágrenni?
Hvenær fórstu síðast á kayak í Ísafjarðardjúpi? Eða miðnæturgolf við sjávarsíðuna? Akkúrat. Ísafjörður er algjör útivistarmiðstöð og þú getur auðveldlega nýtt helgarferð vestur til að komast hratt og vel út fyrir þægindarammann– og svo beint inn fyrir hann aftur með mat, drykk og spjalli á Tjöruhúsinu – einum af rómuðu veitingastöðum bæjarins.


Á Ísafirði er haldin Skíðavika ár hvert og rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, sem haldin er um páska hefur fest sig í sessi á Ísafirði. 


Gönguleiðir vísa fróðleiksþyrstum ferðalöngum á merka sögustaði, bæði mennska og ómennska. En í stórfenglegum fjöllum hljóta að búa tröll og forynjur. Eyðibýli, álfasteinar og huldufólkskletta er þar líka að finna. 

 

Verbúðarlífið
Við ströndina ólgar hafið, órjúfanlegur þáttur í daglegu lífi Íslendinga frá örófi. Í endurgerðri gamalli verbúð, Ósvör við Bolungarvík, má sjá gamla muni sem tilheyra árabátatímanum ásamt ýmsum fleiri munum og hvernig líf íslenskra sjómanna var á dimmum og köldum vetrarvertíðardögum. 

 

Dagsferðir frá Ísafirði
Frá Ísafirði er hægt að fara í ævintýralegar ferðir með ferðaþjónustuaðilum á Ísafirði, við mælum með að skoða vef Borea Adventure - einnig er hægt að hringja í síma 456 3322.

 

Menning
Ísfirðingum hefur tekist að skapa vinalegt samfélag og einstakan menningarheim í bæ sínum. Slunkaríki er staður sem enginn má fara framhjá. Þar sýna jafnan fremstu listamenn þjóðarinnar verk sín. 

 

Samgöngur: 
-Frá flugvellinum er um 4 km gangur inn í Ísafjarðarbæ (um 45 mín) eða um 4 mín keyrsla.
-Flugrúta á vegum Vestfjarðarleið ehf. sér um akstur milli Ísafjarðar, Hnífsdals og Bolungarvíkur í tengslum við flug Air Iceland Connect. Vissara að panta fyrirfram í síma 893 8355.
-Á Ísafjarðarflugvelli má finna þrjár bílaleigur, smelltu hér til að bóka bíl.
-Hægt er að panta leigubíl í síma 456 3518 en bíll er oft til taks fyrir utan flugstöðina í tengslum við flug en vissara að panta fyrirfram.

 

Gisting:
Hótel Ísafjörður býður upp á fjölbreytta gistimöguleika sem ættu að henta öllum.

 

Veitingahús:
Hér má finna yfirlit yfir veitingahús á Ísafirði og nágrenni. Við mælum sérstaklega með Tjöruhúsinu!

 

Gagnlegir hlekkir:
Á vef Markaðsstofu Vestfjarða má finna nánari upplýsingar um Ísafjörð 
Smelltu hér til að nálgast viðburðardagatal

 

Flugvallaupplýsingar: 
Á flugvellinum er boðið upp á kaffi og þar er einnig að finna gos sjálfsala. Boðið er upp á frítt þráðlaust net. Upplýsingar um þjónustutíma Ísafjarðarflugvallar má finna hér.