Ísafjörður

Air Iceland Connect flýgur til Ísafjarðar. Frá Reykjavík er flugtíminn aðeins 40 mínútur.

Þjónustutími Air Iceland Connect á Ísafjarðarflugvelli
Virkir dagar: 09:00 - 16:00
Laugardaga: Lokað
Sunnudaga: 11:00 - 15:00

Oneway / Roundtrip
  • Miðbær Ísafjarðar. Mynd: Árni Sæberg
  • Ósvör við Bolungarvík. Mynd: Árni Sæberg

Á Ísafirði er haldin Skíðavika ár hvert og rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, hefur fest sig í sessi á Ísafirði. Hún er hugarfóstur tónlistarmannsins Mugison og föður hans, Papamug.


Á Ísafirði við Djúp er mikil náttúrufegurð og tilvalið fyrir þá sem hafa yndi af útiveru, stórbrotnu landslagi og fjölskrúðugu fólki að heimsækja þessar slóðir.

 

Gönguleiðir vísa fróðleiksþyrstum ferðalöngum á merka sögustaði, bæði mennska og ómennska. En í stórfenglegum fjöllum hljóta að búa tröll og forynjur. Eyðibýli, álfasteinar og huldufólkskletta er þar líka að finna. 

 

Verbúðarlífið
Við ströndina ólgar hafið, órjúfanlegur þáttur í daglegu lífi Íslendinga frá örófi. Í endurgerðri gamalli verbúð, Ósvör við Bolungarvík, má sjá gamla muni sem tilheyra árabátatímanum ásamt ýmsum fleiri munum og hvernig líf íslenskra sjómanna var á dimmum og köldum vetrarvertíðardögum. 

 

Siglingar um Ísafjarðardjúp
Frá Ísafirði er hægt að fara í siglingar um Ísafjarðardjúp, með viðkomu í Ögur, Vigur eða Æðey.

 

Keyrt frá Ísafirði
Eins má keyra til Suðureyrar, Flateyrar og Þingeyrar og heimsækja þá bæi sem kúra upp við ógnvekjandi fjöllin. Þaðan má leggja upp í styttri göngur. Smelltu hér til að skoða úrval bílaleigubíla.

 

Menning
Ísfirðingum hefur tekist að skapa vinalegt samfélag og einstakan menningarheim í bæ sínum. Slunkaríki er staður sem enginn má fara framhjá. Þar sýna jafnan fremstu listamenn þjóðarinnar verk sín. 

 

Mannlíf
Margir bæjarbúar hafa mikinn áhuga á pólitík enda hafa Ísfirðingar lengi vel gegnt lykilhlutverki í þjóðmálaumræðu Íslendinga. Í innanbæjarkosningum eru venjulega fjölmargir listar í boði, svo fjölbreytni er þar mikil í mannlífi.

 

Flugvallaupplýsingar:
Sími: 570 30 30
Senda tölvupóst 


Flugfélag Íslands ehf./Air Iceland Connect
Ísafjarðarflugvelli
400 Ísafjörður