Reykjavík

Air Iceland Connect flýgur til Reykjavíkur frá Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði og áfangastöðum félagsins á Grænlandi.


Afgreiðslutími flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli

Virkir dagar: 06:00 - 18:00
Laugardagar: 09:00 - 16:00
Sunnudagar: 07:30 - 18:00

Oneway / Roundtrip

Hver vegna að fara langt yfir skammt til að skemmta sér? Þegar heimsborgin Reykjavík býður upp á nánast allt sem erlendar stórborgir státa af. Menningar- og listalíf borgarinnar er svo fjölbreytt að fáar borgir státa af öðru eins. Verslanir eru á heimsklassa og fjölbreytnin er geysileg í flestum vöruflokkum. Fyrir þá sem vilja tolla í tískunni státar Laugavegurinn af verslunum á heimsklassa, en fyrir þá sem vilja vera innandyra, bjóða stærri verslunarmiðstöðvarnar Smáralind og Kringlan upp á þægilegt umhverfi.


Umlukin fallegri náttúru
Náttúran er skammt undan, og eru fjölmörg skemmtileg útivistarsvæði í og við Reykjavík sem gaman er að njóta og eiga svo ævintýralegt kvöld í Reykjavík að lokinni frísklegri útivist.

Líkamsrækt við allra hæfi
Fyrir þá sem vilja stunda líkams- og heilsurækt alla daga vikunnar, er af nógu að taka, og býður Reykjavík yfirleitt upp á allar þær tegundir heilsuræktar sem hugurinn girnist.

 

Einstakt næturlíf
Borgin hefur svo margar hliðar að engin leið er að kanna þær allar í einni ferð. Næturlífið er orðið heimsfrægt og hægt að dansa frá sér allt vit á skemmtistöðum borgarinnar.

 

Burt úr bænum með hópinn þinn
Hvers vegna ekki að pakka niður í tösku og fara í hópferð til höfuðstaðarins og eyða helginni í bænum og skoða hvaða nýjungar eru í boði þar? Komdu með hópinn þinn til Reykjavíkur og kannaðu málið.

Hópferð gefur kostur á margs konar upplifun á hverjum stað t.d. fara í spennandi óvissuferð og njóta útivistar og endurnæringar í fögru umhverfi.
Hafðu samband og fáðu tilboð fyrir hópinn þinn.