Reykjavík

Air Iceland Connect flýgur til Reykjavíkur frá Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði og áfangastöðum félagsins á Grænlandi.

Hver vegna að fara langt yfir skammt til að skemmta sér? Þegar heimsborgin Reykjavík býður upp á nánast allt sem erlendar stórborgir státa af. Menningar- og listalíf borgarinnar er svo fjölbreytt að fáar borgir státa af öðru eins. Verslanir eru á heimsklassa og fjölbreytnin mikil.

Kynnumst og höldum áfram að njóta
Smelltu hér til að skoða flug og bíll pakkaferðir til Reykjavíkur
Smelltu hér til að skoða flug og hótel pakkaferðir til Reykjavíkur


Oneway / Roundtrip
?

Njóttu á veitingastöðunum

Í Reykjavík má finna fjölda veitingastaða á heimsmælikvarða.

Njóttu á hótelunum

Bókaðu hótel í Reykjavík og njóttu!

Nú er um að gera að dusta rykið af töskunni, hressa ferðafélagana við, pússa skóna og skipuleggja alíslenska borgarferð um höfuðstaðinn. Söfnin, verslanirnar og kaffihúsin á daginn og veitingastaðirnir og kósíheit á kvöldin, njótum borgarinnar okkar. 

 

Umlukin fallegri náttúru
Náttúran er skammt undan, og eru fjölmörg skemmtileg útivistarsvæði í og við Reykjavík sem gaman er að njóta og eiga svo ævintýralegt kvöld í Reykjavík að lokinni frísklegri útivist.

 

Samgöngur:
- Stutt ganga er frá flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli í miðbæ Reykjavíkur (um 2 km eða 20 mín gangur)
- Á Reykjavíkurflugvelli má finna allar helstu bílaleigur landsins, smelltu hér til að bóka bíl.
- Við flugvöllinn eru oftast leigubílar í tengslum við flug Air Iceland Connect. 
- Rútuferðir eru frá Reykjavíkurflugvelli til allra helstu ferðamannastaða. Einnig til Keflavíkurflugvallar, smelltu hér til að bóka miða í FlyBus.
- Strætó (leið 15) stoppar við Reykjavíkurflugvöll.


Gisting:
Icelandair hótelin í Reykjavík bjóða fyrsta flokks þjónustu í gistingu, mat og drykk. Skoða hótel.

 

Veitingahús:
Hér má finna yfirlit yfir veitingastaði í Reykjavík.


Burt úr bænum með hópinn þinn
Hvers vegna ekki að pakka niður í tösku og fara í hópferð til höfuðstaðarins og eyða helginni í bænum og skoða hvaða nýjungar eru í boði þar? Komdu með hópinn þinn til Reykjavíkur og kannaðu málið.

Hópferð gefur kostur á margs konar upplifun á hverjum stað t.d. fara í spennandi óvissuferð og njóta útivistar og endurnæringar í fögru umhverfi.
Hafðu samband og fáðu tilboð fyrir hópinn þinn.

 

Flugvallaupplýsingar: Kaffitería er í flugstöðinni og þráðlaust net í boði fyrir farþega. Upplýsingar um þjónustutíma Air Iceland Connect á Reykjavíkurflugvelli má finna hér.