Reykjavík

Air Iceland Connect flýgur til Reykjavíkur frá Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði og áfangastöðum félagsins á Grænlandi.


Hver vegna að fara langt yfir skammt til að skemmta sér? Þegar heimsborgin Reykjavík býður upp á nánast allt sem erlendar stórborgir státa af. Menningar- og listalíf borgarinnar er svo fjölbreytt að fáar borgir státa af öðru eins. Verslanir eru á heimsklassa og fjölbreytnin mikil.

Kynnumst upp á nýtt!
Smelltu hér til að skoða flug og bíll pakkaferðir til Reykjavíkur
Smelltu hér til að skoða flug og hótel pakkaferðir til Reykjavíkur


Oneway / Roundtrip

Reykjavík er svo miklu meira en bara biðstofa fyrir fólk í erindagjörðum. Þetta sumarið er þetta jafnvel eina borgarferðin sem er í boði þannig að nú er um að gera að dusta rykið af flugfreyjutöskunni, hressa ferðafélagana við, pússa strigaskóna og skipuleggja alíslenska borgarferð um höfuðstaðinn. Söfnin, verslanirnar, almenningsgarðarnir og kaffihúsin á daginn og krárnar, veitingastaðirnir og heimahús vinafólksins á kvöldin.

 

Umlukin fallegri náttúru
Náttúran er skammt undan, og eru fjölmörg skemmtileg útivistarsvæði í og við Reykjavík sem gaman er að njóta og eiga svo ævintýralegt kvöld í Reykjavík að lokinni frísklegri útivist.

 

Burt úr bænum með hópinn þinn
Hvers vegna ekki að pakka niður í tösku og fara í hópferð til höfuðstaðarins og eyða helginni í bænum og skoða hvaða nýjungar eru í boði þar? Komdu með hópinn þinn til Reykjavíkur og kannaðu málið.

Hópferð gefur kostur á margs konar upplifun á hverjum stað t.d. fara í spennandi óvissuferð og njóta útivistar og endurnæringar í fögru umhverfi.
Hafðu samband og fáðu tilboð fyrir hópinn þinn.

 

Upplýsingar um þjónustutíma Air Iceland Connect á Reykjavíkurflugvelli má finna hér.