Vestmannaeyjar

Air Iceland Connect flýgur til Vestmannaeyja og frá Reykjavík er flugtíminn aðeins 20 mínútur.

Flogið er tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum.

Frá 28. apríl verður flogið tvisvar á dag, fjórum sinnum í viku, sunnudaga, mánudaga,  miðvikudaga og föstudaga.

Vestmannaeyjar eru bara rétt um 17 ferkílómetrar en það búa þar samt sem áður rúmlega 4000 manns — sem þýðir að eyjaskeggjar hljóta að vera að gera eitthvað rétt.


Oneway / Roundtrip
?

Hvað er að gerast í Vestmannaeyjum?
Vestmannaeyjar eru ævintýralegur staður þar sem þú getur kynnst framkvæmdadirfsku og hugmyndaauðgi gamla Íslands — en jafnframt tekið því rólega.


Það er auðvelt að gera ævintýri úr helgarferðinni til Eyja— þú gætir kennt börnunum að spranga, kynnt þér Heimaeyjargosið í Eldheimum, rifið í golfkylfuna á fallegum en krefjandi golfvelli eða farið á tónleika í Klettshelli. Ef þú hittir rétt á gætirðu jafnvel kíkt á pysjuveiðar — og auðvitað má ekki gleyma Þjóðhátíð heldur.


Gönguleiðir og áhugaverðir staðir
Á vef Visit Vestmannaeyjar má finna gott yfirlit yfir áhugaverða staði í eyjum.

 

Ferðaþjónusta í Vestmannaeyjum
Margir ferðaþjónustuaðilar í Vestmannaeyjum bjóða upp á spennandi ferðir og ótal afþreyingarmöguleika þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 


 Samgöngur: 
 - Frá flugvellinum er um 4 km gangur inn í Vestmannaeyjabæ.
- Á Vestmannaeyjarflugvelli má finna bílaleigur Hertz og Bílaleigu Akureyrar 
- Hægt er að panta leigubíl hjá Eyjataxi í síma 698 2038.

 

Gisting:
Smelltu hér til að finna gott úrval hótela og gistimöguleika í eyjum.

 

Veitingahús:
Hér má finna yfirlit yfir veitingahús í Vestmannaeyjum

 

Gagnlegir hlekkir:
Á vefnum Visit Vestmannaeyjar má finna allar nánari upplýsingar Vestmannaeyjar.
Golfklúbbur Vestmannaeyja er þriðji elsti golfklúbbur landsins, stofnaður árið 1938. Völlurinn var gerður að glæsilegum 18 holu velli árið 1992.