Atlantic Airways flýgur um Keflavíkurflugvöll frá 29. október 2018

7.9.2018 15:04:24

Air Iceland Connect og færeyska flugfélagið Atlantic Airways eru í nánu og góðu samstarfi og hafa verið í mörg ár. 

Atlantic Airways hefur ákveðið að nota eingöngu Keflavíkurflugvöll í áætlunarflugi sínu til Íslands eftir 29. október 2018 í stað þess að nota Reykjavíkurflugvöll. 

Farþegar þurfa því að vera meðvitaðir um þessa tilhögun þegar þeir bóka flug til Færeyja. Þá þarf að velja Keflavík sem brottfararstað í bókunarvél í stað Reykjavíkur.

Athugið að mætingartími fyrir millilandaflug frá Keflavíkurflugvelli er a.m.k. 2 tímum fyrir brottför, kynnið ykkur nánar upplýsingar um mætingu og innritun með því að smella hér.

Atlantic Airways, Færeyjar, millilandaflug, Keflavíkurflugvöllur