Aukin söfnun Vildarpunkta Icelandair ef bókað er flug hjá Air Iceland Connect

7.1.2019 09:11:18

Frá og með mánudeginum 7. janúar munu félagar í Icelandair Saga Club safna mun fleiri Vildarpunktum við bókun á flugi hjá Air Iceland Connect en áður. Að auki munu félagar nú safna Kortastigum.

Nú eru veittir 1.000 Vildarpunktar við bókun á Fríðinda- og Flugkortsfargjöldum, 500 við bókun á Klassískum og 200 fyrir Létt fargjöld. Þetta gildir fyrir bæði innanlandsflug og flug til Grænlands.

Sjá nánari upplýsingar um söfnun og notkun Vildarpunkta og notkun Punkta og peninga hér.

Punktar og peningar, Vildarpunktar, Icelandair Saga Club