Farþegar í innanlandsflugi verða að ganga með andlitsgrímur frá og með 31.júlí 2020

30.7.2020 14:40:04

Skv. tilmælum heilbrigðisyfirvalda þurfa allir farþegar í innanlandsflugi að ganga með andlitsgrímur frá og með 31.júlí 2020. Við setjum öryggi farþega og starfsmanna okkar í forgang og því þurfa farþegar að hafa grímurnar á sér frá því að þeir ganga um borð og þar til þeir fara frá borði. Flugáhöfnin verður líka með andlitsgrímur í gegnum allt flugið.

Ætlast er til þess að farþegar komi með eigin grímur. Andlitsgríman má vera hvort sem er heimagerð eða keypt, en hún verður að hylja nef og munn. 

Börn undir tólf ára aldri þurfa ekki að ganga með grímur. Við biðjum þá farþega okkar sem ekki geta gengið með grímu af heilsufarsástæðum, að láta áhöfnina vita þegar gengið er um borð.

Nánar má lesa um viðbrögð Air Iceland Connect við Covid-19 hér