Ferðatakmarkanir til Grænlands

14.3.2020 13:01:39

Grænlensk yfirvöld hafa tilkynnt um ferðatakmarkanir til Grænlands vegna COVID-19. Allir farþegar mega ferðast frá Grænlandi. Eftirfarandi gildir fyrir farþega sem ferðast til Grænlands:

• Grænlensk landamæri lokuðu kl.12:00 að staðartíma þann 14. mars 2020
• Landamærin verða lokuð til 13. apríl 2020
• Grænlenskir, danskir og færeyskir ríkisborgarar komast ávallt inn í landið
• Þeir sem búa eða vinna í Grænlandi munu einnig komast inn í landið, en búast má við töfum við landamæraeftirlit
• Öðrum, sem ekki hafa gilda ástæðu fyrir inngöngu, verður vísað frá

Þessar ferðatakmarkanir hafa eftirfarandi áhrif á flugáætlun Air Iceland Connect á þessu tímabili:

Síðasta flug milli Ilulissat og Reykjavíkur er áætlað þann 15.03.2020
Síðasta flug milli Kulusuk og Reykjavíkur er áætlað þann 18.03.2020
Síðasta flug milli Nuuk og Reykjavíkur er áætlað þann 17.03.2020

Öll flug eftir 13. apríl eru á áætlun fyrir utan flug milli Reykjavíkur og Ilulissat þann 14. apríl sem verður fellt niður.

Ef breytingar verða á fluginu þínu, munum við hafa samband við þig í tölvupósti eða sms skilaboðum.

Grænland, Nuuk, Kulusuk, Ilulissat, Reykjavík