Flug milli Akureyrar og Keflavíkur farið af stað aftur

1.10.2018 10:04:25

Fyrsta áætlunarflug vetrarins milli Akureyrar og Keflavíkur á vegum Air Iceland Connect fór í morgun frá Akureyri.

Air Iceland Connect tilkynnti fyrir nokkru að flug milli Akureyrar og Keflavíkur, í tengslum við millilandaflug, hefjist að nýju í haust. Nú er þetta flug komið af stað og verður í boði 4 sinnum í viku.

Áætlunin er eftirfarandi:

Frá Akureyri á mánudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum

Frá Keflavík á mánudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og sunnudögum

Flugtímarnir eru:

Frá Akureyri kl. 04:30, lending í Keflavík kl. 05:20

Frá Keflavík kl. 17:15, lending á Akureyri kl. 18:05

Flogið verður á 37 sæta Bombardier Q200 vél og eru því tæplega 300 sæti í boði í hverri viku og samtals tæplega 10 þúsund sæti yfir tímabilið til lok maí.

Eftirspurn Íslendinga eftir þessu flugi hefur verið mikil en einnig verður eftir sem áður lögð áhersla á að ná til erlendra ferðamanna. Fjölgun þeirra á því tímabili sem þetta flug verður í boði hefur verið gífurleg og mikilvægt er fyrir eðlilega þróun ferðaþjónustunnar að þeir ferðist sem víðast um landið. Beint flug frá Keflavík gerir þeim það mun auðveldar en ella.

AEY-KEF, Keflavíkurflugvöllur, Akureyri