Ferðagjöf

Allir einstaklingar, með lögheimili á Íslandi, fæddir 2002 og fyrr fá Ferðagjöf að andvirði 5.000 kr. Gjöfin er liður í því að efla íslenska ferðaþjónustu sem og hvetja landsmenn til að eiga góðar stundir.

Air Iceland Connect hvetur landsmenn til að fljúga innanlands og gefur öllum þeim sem nota Ferðagjöfina aukagjöf!

Aukagjöf Air Iceland Connect

Notaðu 5.000 kr. Ferðagjöfina í innanlandsflug og fáðu 2.500 kr. til viðbótar! Með því að nota Ferðagjöfina hjá Air Iceland Connect verður hún 50% meira virði. 

Oneway / Roundtrip

Hvernig virkja ég Ferðagjöfina á vefnum?
Til þess að virkja Ferðagjöfina er kóði Ferðagjafarinnar settur í reit sem er merktur Ferðagjöf/inneign á greiðslusíðu bókunarvélarinnar:

Á myndinni sérðu hvar kóði Ferðagjafarinnar er settur inn á greiðsluskrefinu í bókunarvélinni.


Skilmálar:
- Ef upphæð á Ferðagjöf og aukagjöf er hærri en eftirstöðvar greiðslu er fyrst tekið út af Ferðagjöfinni og svo aukagjöfinni ef enn eru eftirstöðvar
- Eingöngu er hægt að nýta Ferðagjöfina í nýjar bókanir gerðar í gegnum bókunarvél á vef Air Iceland Connect
- Ekki er hægt að nýta Ferðagjöf til kaupa á gjafabréfum, Fluginneignarpökkum eða öðrum pakkaferðum
- Ef bókun er afbókuð er endurgreiðsla skv. skilmálum fargjalds, að undanskildri aukagjöfinni sem fæst ekki endurgreidd.
- Endurgreiðsla vegna Ferðagjafar er í formi inneignarbréfs hjá Air Iceland Connect.

 

Ferðagjöf  Smelltu hér til að lesa nánar um Ferðagjöfina og hvernig þú getur nálgast þína gjöf.