Kolefnisjöfnun flugs

Viðskiptavinum Air Iceland Connect gefst kostur á að leggja sitt af mörkum til að gera flugferðir sínar umhverfisvænni með einföldum hætti. Með því að bæta við kolefnisjöfnun flugs á þjónustusíðu um leið og flug er bókað gefst kostur á að taka þátt í kolefnisjöfnun þess flugs sem bókað er.

Kolefnisjöfnun flugs með Air Iceland Connect Hvernig geta viðskiptavinir tekið þátt? 
Air Iceland Connect hefur reiknað út í samstarfi við Klappir grænar lausnir hversu mikið af gróðurhúsalofttegundum losna að meðaltali við flug til allra áfangastaða félagsins. Framlagið er frá 70 krónum upp í 150 krónur fyrir hvern farþega og eftir lengd hvers flugs. Framlagið mun renna óskert til Kolviðar. Kolviður hefur umsjón með kolefnisjöfnuninni sem felst í því að binda kolefni í gróðri og jarðvegi.

Kolefnisjöfnun flugs með Air Iceland Connect Skref í átt að umhverfisvænni starfsemi 
„Icelandair Group hefur stigið mörg skref í umhverfisvænni átt í starfsemi sinni og við leitum sífellt frekari leiða til að draga úr losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið. Neytendur eru meðvitaðir um eigin kolefnisfótspor og það er ánægjulegt að koma til móts við farþega okkar sem vilja jafna kolefnislosun sína vegna flugferða. Þetta er mikilvægt skref og í samræmi við stefnu félagsins. Þá geta viðskiptavinir Icelandair Cargo nú þegar jafnað kolefnislosun sína sem myndast vegna flutninga með félaginu,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. „Þess má geta að Icelandair er eitt fárra flugfélaga í heiminum sem hefur hlotið umhverfisvottun fyrir alla starfsemi sína. Air Iceland Connect er jafnframt með umhverfisvottun samkvæmt alþjóðlega umhverfisstaðlinum ISO 14001.“

Við erum stolt af að vera með í þessu mikilvæga verkefni og skorum á alla okkar farþega að kynna sér málið og taka þátt í því með okkur.   

Oneway / Roundtrip