Loftbrú

Loftbrú veitir 40% afslátt af heildarfargjaldi fyrir allt áætlunarflug innanlands til og frá höfuðborgarsvæðinu. Loftbrú er fyrir alla með lögheimili fjarri borginni og á eyjum án vegasambands. 

Full niðurgreiðsla er veitt af öllum almennum fargjöldum (Létt, Klassískt og Fríðindi). Hver einstaklingur getur fengið 40% niðurgreiðslu fyrir allt að þrjár ferðir til og frá Reykjavík á ári (sex flugleggir). Út árið 2020 á einstaklingur sem hefur heimild til að nota Loftbrú rétt á tveimur flugleggjum.

Allar nánari upplýsingar má finna á www.loftbru.is

Oneway / Roundtrip
?

Hvernig á að nota kóða frá Loftbrú á vef Air Iceland Connect


Við höfum gert okkar allra besta til að gera ferlið sem auðveldast fyrir viðskiptavini okkar en biðjum notendur um að sækja sér kóða á vefnum www.loftbru.is og kynna sér vel skilmála Air Iceland Connect vegna Loftbrúar áður en flug er bókað.


Eftir að kóði hefur verið sóttur er farið inn á vef Air Iceland Connect

1. Í bókunarvél er hakað við reit sem merktur er Loftbrú. Dagsetningar, brottfararstaður, áfangastaður og fjöldi farþega er valinn. - Ath. hér á ekki að setja inn kóðann frá Loftbrú - hann er settur inn þegar farþegaupplýsingar eru skráðar.

2. Á næstu síðu munu Loftbrúarverð koma fram í grænu letri til að gefa notendum hugmynd um verð með niðurgreiðslu frá Loftbrú með fyrirvara um að allir farþegar í bókun eigi rétt á niðurgreiðslu.

3. Næst er aukaþjónustum bætt við ef farþegi ákveður að bæta þeim við (sæti, farangursheimildir o.fl.).

4. Í skrefi um farþegaupplýsingar er kóðinn frá island.is sleginn inn og nafn, fæðingardagur, ár og kyn farþega birtist sjálfkrafa í kjölfarið. Farþegi fyllir sjálfur inn upplýsingar um netfang og símanúmer ásamt Saga Club númeri sé þess óskað.

5. Gengið er frá greiðslu og hægt er að nota allar þær greiðsluleiðir sem eru í boði á vefnum við greiðslu almennra fargjalda.

 

 

 

 

 

Skilmálar Air Iceland Connect

Bókanir

 • Hægt er að nota kóða frá Loftbrú upp í greiðslu allra almennra flugfargjalda hjá Air Iceland Connect.

 • Eingöngu er hægt að nýta Loftbrú fyrir nýjar bókanir gerðar í gegnum bókunarvél á vef Air Iceland Connect

 • Ekki er hægt að nýta niðurgreiðslu frá Loftbrú eftir að bókun hefur verið gerð.

 • Ekki er hægt að nýta Loftbrú til kaupa á hópafargjöldum, gjafabréfum, Fluginneignarpökkum, Flugkortsfargjöldum eða pakkaferðum. Eingöngu almennum fargjöldum (Létt, Klassískt eða Fríðindi) í bókunarvél félagsins.


Breytingar og afbókanir

 • Breytingargjald reiknast af fullu fargjaldi án afsláttar

 • Afbókunargjald reiknast af fullu fargjaldi án afsláttar

 • Nafnabreyting er ekki leyfð

 • Ef farþegi á rétt á endurgreiðslu fargjalds, vegna niðurfellingar flugs eða afbókunarskilmála fargjalds eru réttindin til að nota Loftbrú bakfærð inn á aðgang farþega.

 • Við afbókun á óendurgreiðsluhæfu fargjaldi (Létt fargjaldi) eru réttindi til að nota Loftbrú ekki bakfærð inn á aðgang farþega

  Skilmálar um afbókanir og breytingar fylgja annars því fargjaldi sem bókað er á

 

Íslandskort sem sýnir skilgreint svæð þeirra sem eiga rétt á Loftbrú.