Það er fátt sem eflir samstöðuna meira en söng og "dansur" Þess vegna er hópferð til nágranna okkar og frændfólks í Færeyjum einstök leið til að hrista saman hópinn og skemmta sér. Burt úr bænum og alla leið til Færeyja er ferð sem enginn mun gleyma.
Í Þórshöfn er hægt að eiga notalega stund í góðra vina hópi á stórfínum gististöðum, fara svo í ferðalag um eyjarnar, skoða yndisfagra náttúru sem er lík þeirri íslensku, en er bara samt allt öðruvísi.
Færeyskir sælkeraréttir
Svo er einstaklega gaman að njóta gestrisni heimamanna og metast um hver er duglegastur að smakka á færeyskum sælkeraréttum! Grindhvalaspik og skerpikjöt er eitthvað sem enginn ætti að láta framhjá sér fara!
Kirkjubær
Gamla biskupssetur Færeyja er gaman að heimsækja. Það er stutt ferðalag frá Þórshöfn en þar eru miðaldarústir kirkju heilags Magnúsar. Þar er menningarleg- og trúarleg miðstöð Færeyja.
Air Iceland Connect býður upp á pakka sem innihalda flug og gistingu í Færeyjum sérsniðinn fyrir hópinn þinn!
Allar upplýsingar er hægt að fá hjá hópadeild Air Iceland Connect í síma 570-3075 eða með því að senda okkur póst.