Ammassalik <br><br> Flug + hótel

BÓKA FERÐ

Vinsamlegast hafðu samband við söludeild Air Iceland Connect með því að senda okkur fyrirspurn eða hafa samband í síma 570 3070 til að nálgast upplýsingar varðandi bókun þessarar ferðar. 

Ammassalik - Flug og hótel

Tveggja nátta hótel pakkaferð

Ammassalik nefnist á máli íbúanna Tasiilaq sem á austur grænlensku merkir stöðuvatn. Tasiilaq er stærsta þorp á Austur-Grænlandi með um 2.000 íbúa. 

Pakkinn inniheldur:
Flug fram og tilbaka milli Reykjavíkur og Kulusuk
Þyrluflug frá Kulusuk til Tasiilaq
Hótelgistingu í tvær nætur(lágmarks dvöl) á Hotel Angmagssalik í standard tveggja manna herbergi með fullu fæði.
Verðdæmi (júní - september) frá: 194.700 kr. á mann.

Boðið er upp á pakkann allt árið um kring skv. flugáætlun. Vinsamlegast hafðu samband við söludeild okkar til að frá frekari upplýsingar.

  • Kulusuk Grænland loftmynd. Mynd: Mads Pihl - Visit Greenland
  • Tasiilaq Grænlandi. Mynd: Mads Pihl - Visit Greenland

Bærinn er staðsettur í myndrænu umhverfi í firði sem umkringdur er háum fjöllum og skiptir lítil á sem rennur gegnum bæinn honum í tvo hluta. Vegna þess að ekki eru liðin nema rétt yfir 100 ár frá því fyrstu Evrópubúarnir komu á þetta svæði þá skiptir hefðbundin Inúíta-menning ennþá miklu máli í daglegu lífi fólks.

 

Þyrluferð frá Kulusuk
Ammassalik er einungis í 10 mínútna fjarlægð með þyrlu frá Kulusuk en þessi stutta ferð er einhver tilkomumesti könnunarleiðangur sem hugsast getur þar sem flogið er yfir hafís-þakinn sæinn sem aðgreinir þessar tvær fjöllóttu eyjar.Töfrandi umhverfi jafnt sumar sem vetur
Ammassalik bær er rétt sunnan við heimskautsbaug og þar er dagsbirta langt frameftir dagi á sumrin og dýrð norðurljósanna birtist á veturna.

 

Á sumrin er hægt að stunda gönguferðir og fjallgöngur fyrir fólk á mismunandi getustigi sem og ferðir með þyrlu út á hafísbreiðuna eða á jöklana.

 

Margskonar afþreying
Siglingar á sjókajökum og siglingar á firðinum milli ísjaka, hvalaskoðunarferðir og sjóstangaveiði eru allt vinsælar frístundaíþróttir.

 

Ferðin er í boði allt árið um kring samkvæmt flugáætlun.