Nágrannar í vestri - 2 daga ferð til Kulusuk

BÓKA FERÐ

Vinsamlegast hafðu samband við ferðaskrifstofudeild Air Iceland Connect með því að senda tölvupóst á [email protected] eða í síma 570 3070 til að nálgast upplýsingar varðandi bókun þessarar ferðar. 

Nágrannar í vestri - 2 daga ferð til Kulusuk á Grænlandi

Flug + hótel + kvöldsigling

Kulusuk er lítið veiðimanna þorp, staðsett á klettóttri eyju sem telur um 250 íbúa. Eyjan er umkringd fljótandi ísjökum af öllum stærðum og gerðum. Kulusuk sem er á austurströnd Grænlands er í aðeins eins og hálfs tíma flugleið frá Reykjavíkurflugvelli, og því ærin ástæða til að kynnast okkar næsta nágranna í vestri. Í þorpinu er lögð áhersla á að bjóða gestum að upplifa hefðir og menningu eins og að hitta sagnafólk, hefðbundinn austur-grænlenskan trommudansara og heimsókn á litla safnið í Kulusuk, sem er lofaðar fyrir heiðarlega framsetningu á sögu Inúíta á svæðinu, enda safneignin einstaklega persónuleg og fjölbreytt.

Innifalið í pakkanum:
Flug fram og tilbaka milli Reykjavíkur og Kulusuk
Ein nótt á Hotel Kulusuk, standard tveggja manna herbergi með fullu fæði. 
Kvöldsigling skv. ferðaáætlun

Verðdæmi (júní - september) frá: 169.905 kr. á mann.

Ferðaáætlun
Dagur 1
Eftir stutt flug seinnipart morguns yfir ísfyllt hafið hittir þú leiðsögumanninn sem fer með þér á hótelið og fer yfir það sem stendur til. Hádegismatur er borinn fram á hótelinu klukkan 12. Eftir hádegi hefur þú tíma til að virða fyrir þér umhverfið á eigin vegum. Eftir kvöldmat hittir þú svo leiðsögumanninn á hótelinu og ferð í kvöldsólarsiglingu. Við munum sigla á milli fljótandi ísjaka í litla vík á fjöllum Apusiaajik eyjunnar þar sem við skoðum óbyggðir og sögulegar leifar Inúítmenningarinnar. Það er þess virði að hafa augun opin fyrir hvölum á leiðinni. Við siglum svo sem leið liggur að vík þar sem tignarlegur jökullinn brýst út í sjóinn. Eftir stórbrotna sýningu höldum við aftur á hótelið. Lengd: 2-3 tímar


Dagur 2
Eftir morgunmat og útskráningu af hótelinu hittir leiðsögumaðurinn þig í anddyrinu fyrir gönguferð um þorpið. Ganga sem þessi gefur frábæra innsýn í menningu og líf heimafólks. Við munum heimsækja heillandi kirkju og lítið fjölskyldurekið safn og ef við erum heppin munum við upplifa sýningu á hefðbundnum trommudansi af einum heimamönnum. Ef við viljum er í boði að sigla með veiðimönnunum þessa stuttu leið á flugvöllinn. Þó leiðin sé stutt er þetta frábær leið til að hitta þessa sterku menn sem eru í raun sál staðarins, og fara út á veiðar í nánast öllum veðrum. Þessir menn eru hversdagshetjur. Við endum ferðina á flugvellinum, í tæka tíð fyrir flug heim til Íslands. Lengd: 3 tímar


Brottfarir: Miðvikudagar í júní. Miðvikudagar, fimmtudagar og föstudagar í júlí og ágúst.
Lengd: 2 dagar, 1 nótt
Innifalið: Flug fram og til baka, gisting á hótelinu Kulusuk (1), fullt fæði, leiðsögn í Kulusuk, ganga í þorpinu, bátsferð, kirkjuheimsókn og aðgangseyrir safnsins.

Hvað á að taka með: Við göngum 3 km á ójafnri jörð og förum í bátsferð á hálfopnum bát. Taktu með góða gönguskó og hlý föt (vetrarföt).