Burt úr bænum - hópar

BÓKA FERÐ

Air Iceland Connect býður upp á pakka fyrir hópa (10 eða fleiri) sem innihalda flug og gistingu. Vinsamlegast hafðu samband við söludeild í síma 570 3070 (opið virka daga milli kl. 07:30 og 15:00) eða sendu fyrirspurn

Air Iceland Connect mælir með því að hrista upp í tilverunni og fara út úr bænum í nýtt landslag. Við bjóðum upp á fjölbreyttar og skemmtilegar ferðir fyrir hópa (10 eða fleiri). Skelltu þér í spennandi ævintýraferð og upplifðu nýja hluti. 

 

Starfsmannafélagið gæti jafnvel komið sér upp vinabæjarfélagi. Það er lærdómsríkt að sjá hvernig vinnufélagarnir fóta sig í öðrum landshlutum og löndum. Gerðu árshátíðina ógleymanlega eða komdu líðinu á óvart með spennandi óvissuferð.

 

AKUREYRI
Skipuleggðu heimsókn til heimsborgarinnar Akureyrar fyrir hópinn þinn! Hvort sem saumaklúbburinn vill fara í verslunarferð- eða strákarnir í óvissuferð, - eða allir saman í eina ferð, þá er allt til alls á Akureyri.

 

EGILSSTAÐIR
Austurland gefur að bjóða stórbrotið landslag og lífríki, blómlegt mannlíf og þjónustulundaða heimamenn. Sjón er sögu ríkari, því er tilvalið að bóka hópferð til að skoða fjórðunginn með eigin augum.

 

ÍSAFJÖRÐUR
Á Ísafirði við Djúp er mikil náttúrufegurð og tilvalið fyrir þá sem hafa yndi af útiveru, stórbrotnu landslagi og fjölskrúðugu fólki að heimsækja þessar slóðir.

 

REYKJAVÍK
Hver vegna að fara langt yfir skammt til að skemmta sér- því að fara til útlanda, þegar heimsborgin Reykjavík býður upp á nánast allt sem erlendar stórborgir státa af. Hvers vegna ekki að pakka niður í tösku og fara í hópferð til höfuðstaðarins og eyða helginni í bænum og skoða hvaða nýjungar eru í boði þar.

 

FÆREYJAR
Það er fátt sem eflir samstöðuna meira en söng og "dansur" Þess vegna er hópferð til nágranna okkar og frændfólks í Færeyjum einstök leið til að hrista saman hópinn og skemmta sér. Burt úr bænum og alla leið til Færeyja er ferð sem enginn mun gleyma.