Flug og hótel á Egilsstöðum

HAFÐU SAMBAND 

Fyrir nánari upplýsingar um flug og hótel á Egilsstöðum, hafðu samband við Air Iceland Connect í síma 570 3070 eða með því að fylla út form og haft verður samband innan skamms.

Taktu flugið til Egilsstaða! Öflugar menningarhátíðir, Lagarfljótið, Minjasafn Austurlands og frábærir handverksmenn er meðal þess sem Austurland hefur að bjóða gestum.

Hjá Air Iceland Connect getur þú bókað flug og hótel á Egilsstöðum fyrir hópa (10 eða fleiri). 

Verð frá 40.800 kr. á mann m.v. flug fram og til baka frá Reykjavík og hótelgistingu með morgunmat í eina nótt. Hótelpakkinn er í boði frá 1. október til 30. apríl.

Icelandair hótel Hérað er spennandi staður heim að sækja allt árið um kring. Stutt er í alla þjónustu en um leið er sveitakyrrðin ekki nema steinsnar í burtu. Möguleikar til útivistar eru óteljandi hvort sem um fuglaskoðun, veiði eða fjallgöngur er að ræða, og hvað sem verður fyrir valinu er víst að náttúran og umhverfið er bæði skemmtilegt og spennandi. Veitingastaður hótelsins býður upp á dýrindis mat úr heimahaga líkt og lax, lífrænt grænmeti og hreindýrakjöt ásamt einstöku sólsetri á barsvölunum og þú getur verið viss um að fá bæði faglega og vinalega þjónustu.


Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstadir er rómað, fjölskyldurekið hótel sem hvílir á gömlum merg íslenskrar bændamenningar. Hótelið mætir ströngustu nútímakröfum um gæði, glæsileik og aðbúnað, um leið og það varðveitir uppruna sinn sem nær aftur til ársins 1903 og ljær því einstakan blæ. Gestir geta valið um vel búin og rómantísk antík-herbergi í eldri hluta hótelsins eða nútímaleg herbergi yngri byggingar.

 

Hafðu samband í síma 570 3070 til að fá frekari upplýsingar um verð á flugi með gistingu á Egilsstöðum, við hlökkum til að heyra frá þér.