Kynnumst upp á nýtt - pakkaferðir

Innanlandsferðalög eru okkur ofarlega í huga, ekki bara núna heldur alltaf. Einmitt núna er hárréttur tími til þess að kynnast landinu okkar og halda áfram að njóta.

Flug og bíll eða flug og gisting eru á sérkjörum þannig að núna er rétti tíminn til að kynnast Íslandi – og njóta!

Verð frá 26.900 kr. á mann m.v. tvo í bókun þegar bókað er flug og bíll og 29.900 fyrir flug og hótel.

Skoða alla innanlandspakka

Reykjavík

Reykjavík er svo miklu meira en bara biðstofa fyrir fólk í erindagjörðum. Nú er um að gera að dusta rykið af flugfreyjutöskunni, hressa ferðafélagana við, pússa skóna og skipuleggja alíslenska borgarferð um höfuðstaðinn. 

Fyrirtæki á Reykjavík sem bjóða afslátt gegn framvísun brottfararspjalds (gildir í 5 daga frá flugi):
- Laugar Spa, 2 fyrir 1 í Baðstofuna 
- Whales of Iceland, 2 fyrir 1 
- Reykjavík Röst veitingahús við Gömlu Höfnina í Reykjavík, 20% afsláttur  
- FlyOver Iceland, 20% afsláttur
Listasafn Reykjavíkur, 50% afsláttur
- Borgarsögusafn 50% afsláttur
- Aurora Reykjavík norðurljósasýning, 20% afsláttur
- Magic Ice ís-gallerí & bar á Laugarvegi, 25% afsláttur

Smelltu hér til að skoða flug og bíll pakkaferðir til Reykjavíkur
Smelltu hér til að skoða flug og hótel pakkaferðir til Reykjavíkur

 

Akureyri

Hvort sem þú ert hjólandi, gangandi eða með bíl, í hóp eða sóló er létt að gera skemmtilega á Akureyri. Náttúran tekur á móti þér um leið og þú lendir og það eina sem þú þarf að pæla í er hvað á að gera fyrst. Sjarmi Akureyrar sér svo nánast bara alveg um rest. Hvenær viltu fara?

Fyrirtæki á Norðurlandi sem bjóða afslátt gegn framvísun brottfararspjalds (gildir í 5 daga frá flugi):
- Sundlaug Akureyrar, 50% afsláttur
- Listasafnið á Akureyri, 50% afsláttur
- Minjasafnið, 50% afsláttur
- Nonnahús, 50% afsláttur
- Leikfangahúsið, 50% afsláttur
- Davíðshús, 50% afsláttur
- Laufás, 50% afsláttur
- Flugsafn Íslands, 50% afsláttur
- Elding, 2 fyrir 1 í hvalaskoðun frá Akureyri
- Sjóböðin Húsavík - GeoSea, 2 fyrir 1
- Jarðböðin við Mývatn, 2 fyrir 1
- Norðursigling Húsavík, 2 fyrir 1 í hvalaskoðun
- Gentle Giants Húsavík, 2 fyrir 1 í hvalaskoðun á trébátum
- Gentle Giants, Húsavík 20% afsláttur í hvalaskoðun á RIB safari bátum
- Fairytale at Sea Jet-ski, Ólafsfjörður 15% afsláttur
- Bjórböðin Spa Árskógssandi, 15% afsláttur

Smelltu hér til að skoða flug og bíll pakkaferðir til Akureyrar
Smelltu hér til að skoða flug og hótel pakkaferðir til Akureyrar

Egilsstaðir

Vök Baths, hreindýraborgari á hótel Héraði og rómó rölt um Hallormsstaðaskóg eru andleg lyftistöng fyrir jafnvel hörðustu borgarbörn. Hvenær komst þú síðast til Egilsstaða?

Fyrirtæki á Austurlandi sem bjóða afslátt gegn framvísun brottfararspjalds(gildir í 5 daga frá flugi):
- Sundlaugin Egilsstöðum veitir 50% afslátt
- Minjasafnið Egilsstöðum veitir 20% afslátt
- Vök Baths 2 fyrir 1

Smelltu hér til að skoða flug og bíll pakkaferðir til Egilsstaða
Smelltu hér til að skoða flug og hótel pakkaferðir til Egilsstaða

Ísafjörður

Ísafjörður er algjör útivistarmiðstöð og þú getur auðveldlega nýtt helgarferð vestur til að komast hratt og vel út fyrir þægindarammann í smá stund. Svo kemstu auðvitað inn fyrir þægindarammann með öruggum hætti ef þú kemur við í bakaríinu eða á Tjöruhúsinu. Hvernig hljómar helgi á Ísafirði?

Fyrirtæki á Vestfjörðum sem bjóða afslátt gegn framvísun brottfararspjalds (gildir í 5 daga frá flugi):
- Sundlaugin Bolungarvík veitir 50% afslátt
- Sjóminjasafnið Ósvör, 50% afsláttur

Smelltu hér til að skoða flug og bíll pakkaferðir til Ísafjarðar
Smelltu hér til að skoða flug og hótel pakkaferðir til Ísafjarðar

 

 

Bókunar- og ferðatímabil pakkanna er til 31. mars 2021