Röskun á flugi
Stundum fjúka plönin út í veður og vind. Veðri er einmitt oftast um að kenna ef flug raskast. Hér er yfirlit um hvað er best að gera ef óvænt lykkja verður á leið þinni.
Seinkun
• Þú færð sms og tölvupóst ef flugi seinkar.
• Skilaboðin eru um stöðu flugsins. Við sendum þér líka upplýsingar um hvenær þú átt að mæta.
• ,,Næstu upplýsingar” þýðir að þú þarft ekki endilega að mæta á völlinn heldur er verið að kanna flugskilyrði á tímanum sem tiltekinn er.
• Þegar brottför er ákveðin færðu skilaboð með brottfarartíma.
• Við staðfestum bara brottför ef við erum þess fullviss að flugskilyrðin séu góð.
• Passaðu að skrá rétt símanúmer og tölvupóstfang þegar þú bókar flugið.
Afbókun
• Ef þú sérð að breytingin hentar þér ekki geturðu afbókað flugið þitt. Ef flugið er í meira en 5 klst. seinkun áttu rétt á fullri endurgreiðslu annars gilda skilmálar fargjalds.
• Hringdu í síma 570 3030 til þess að afbóka.
• Það er nóg að afbóka áður en endurbókaða flugið fer í loftið.
• Nánari upplýsingar um Þjónustuver má nálgast hér.
Flugi er aflýst
• Því miður gengur þú ekki fyrir í næsta flug ef þínu er aflýst.
• Þú verður endurbókaður / endurbókuð í næsta lausa sæti.
• Við bætum aukavélum við eftir þörfum.
Réttindi flugfarþega
• Þú gætir átt rétt á bótum samkvæmt lögum um réttindi farþega.
• Ef svo er fyllir þú út formið hér fyrir neðan.
• Athugaðu samt að raskanir vegna veðurs eru ekki bótaskyldar. Þú gætir átt rétt á þjónustuþáttum eins og gistingu, fæði og akstri til og frá flugvelli.