Air Iceland Connect hefur gripið til ýmissa ráðstafana og aukið viðbragðsgetu innan félagsins til að bregðast við Covid-19 veirunni. Öryggi og velferð farþega og starfsfólks okkar er ávallt í fyrirrúmi. Við fylgjumst grannt með þróun mála, erum í samskiptum við sóttvarnarlækni og Landlæknisembættið og fylgjum leiðbeiningum og verkferlum embættisins á hverjum tíma.
Við leggjum áherslu á reglulega upplýsingagjöf til áhafna og farþega sem og aukna vöktun. Við höfum yfirfarið og eftir tilvikum uppfært verkferla og viðbragðsáætlanir í samvinnu við viðbragðsaðila hér á landi. Þá hefur verið gripið til varúðarráðstafana með viðbótarbúnaði um borð í vélum Air Iceland Connect, svo sem sótthreinsiefni, andlitsgrímum og hönskum þegar við á.
Andlitsgrímur
Allir farþegar í flugi Air Iceland Connect verða að ganga með andlitsgrímur en ekki er gerð krafa um að börn fædd 2005 eða síðar gangi með grímur. Við setjum öryggi farþega og starfsmanna okkar í forgang og því þurfa farþegar að hafa grímurnar á sér frá komu í flugstöð þar til þeir yfirgefa flugstöð á áfangastað. Flugáhöfnin og aðrir starfsmenn sem þjónusta farþega bera einnig andlitsgrímur við störf.
Ætlast er til þess að farþegar komi með eigin grímur. Andlitsgríman verður að hylja nef og munn. Sjá leiðbeiningar um notkun á grímum á covid.is.
Við biðjum þá farþega okkar sem ekki geta gengið með grímu af heilsufarsástæðum, að láta starfsfólk í flugstöð vita.
Leiðbeiningar um notkun andlitsgrímu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (sjá mynd fyrir neðan):
1. Áður en þú setur a þig grímuna, skaltu þvo hendur með spritti eða sápu og vatni.
2. Hyldu munn og nef með grímunni og gættu þess að ekkert op sé á milli andlits og grímu. Forðastu að snerta grímuna meðan þú hefur hana á þér; ef þú snertir hana, þvoðu þá hendurnar með spritti eða sápu og vatni.
3. Ef raki kemst í grímuna skaltu þegar í stað setja upp nýja grímu. Ekki nota einnota andlitsgrímur oftar en einu sinni.
4. Fjarlægðu grímuna með því að lyfta bandi teygjunnar aftan á hnakka (ekki snerta framhlið grímunnar); hentu grímunni strax eftir notkun; þrífðu svo hendur með spritti eða sápu og vatni.
Flug og alþjóðaflugvellir eru undanþegnir samkomubanni og þeim kröfum sem þar eru gerðar. Air Iceland Connect fer þó að fullu eftir ákvæðum samkomubanns þar sem því verður við komið. Í samráði við Embætti landlæknis eru eftirfarandi sértæku aðgerðir tengdar fluginu í framkvæmd.
• Ítrekað að farþegar og starfsmenn í flugstöð fylgi 2ja metra reglu af fremsta megni.
• Spritt-standar aðgengilegir í flugstöð.
• Engin veitingaþjónusta um borð.
• Unnið með smitrakningateymi Almannavarna og þeirra leiðbeiningum fylgt.
• Farþegum ekki heimilt að færa sig úr því sæti sem úthlutað er við innritun.
• Flugstjórnarklefi lokaður.
• Aukin þrif byggð á leiðbeiningum EASA (Flugöryggisstofnun Evrópu).
Almennar ráðleggingar til að draga úr sýkingarhættu
Embætti landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra standa að baki covid.is en þar má finna allar upplýsingar um Covid-19 á Íslandi og ráðleggingar til almennings.
Smelltu hér til að fara á upplýsingavef um Covid-19
Smelltu hér til að lesa nánar um ferðatakmarkanir innanlands, til Grænlands og Færeyja